Dagsbrún vill Wyndeham 25. mars 2006 00:01 Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar. Dagsbrún hefur gert tilboð í öll hlutabréf í breska prentfyrirtækið Wyndeham Press Group fyrir tíu milljarða króna. Dagsbrún hefur gert yfirtökutilboð í breska prent- og samskiptafyrirtækið Wyndeham Press Group, sem er skráð í kauphöllina í Lundúnum, og nemur verðmæti yfirtökunnar 80,6 milljónum punda eða tíu milljörðum króna. Það er dótturfélag Dagsbrúnar, Daybreak, sem stendur að yfirtökunni með aðstoð Landsbankans og Teather & Greenwood. Stjórn Wyndeham hefur lagt blessun sína yfir tilboðið sem hljóðar upp á 155 pens á hvern hlut. Í gærmorgun höfðu eigendur um 20 prósent hlutafjár gefið samþykki sitt fyrir kaupunum en tilboðið hljóðar upp á 1,55 pund á hvern hlut sem 21 prósent yfirverð frá lokagengi á miðvikudaginn. Wyndeham er eitt af stærstu prentfyrirtækjum á Bretlandseyjum, prentar yfir 600 tímarit í hverjum mánuði og býður upp á víðtækar lausnir fyrir útgefendur og auglýsendur á sviði prentunar. Félagið velti yfir 17,5 milljörðum króna á síðasta reikningsári og skilaði um 700 milljóna króna hagnaði fyrir skatta. "Þetta félag er á góðu verði og hefur mikla vaxtarmöguleika. Félagið er í rekstri sem er okkur ekki ókunnugur og það hefur reynst okkur vel að vera í prentun og dreifingu á sama tíma og við höfum verið í fjölmiðlum," segir Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar. Wyndeham hefur byggst upp í gegnum fjölmörg fyrirtækjakaup og samruna á liðnum árum. "Við sjáum tækifæri annars vegar að láta þetta fyrirtæki vaxa eitt og sér, vegna stærðar þess, og hins vegar að það opnist möguleikar fyrir aðra þætti í starfsemi Dagsbrúnar." Hann segir að þessi kaup breytu engu um vaxtaráform félagsins á Norðurlöndunum. Deutsche Bank, sem hefur Orkla Media til sölu, opnar bækur fjölmiðlafélagsins í næstu viku og þá munu forsvarsmenn Dagsbrúnar ákveða í framhaldi af því hvort fyrirtækið taki þátt í tilboðsferlinu. Þá hefur félagið stofnað dótturfélag í Danmörku sem vinnur að stofnun fríblaðs. Frá áramótum hefur Dagsbrún fjárfest grimmt innan- sem utanlands. Félagið festi kaup á Securitas í janúar fyrir um 3,2 milljarða, á Senu fyrir 3,6 milljarða og stefnir að yfirtöku á Kögun eftir að hafa greitt 7,2 milljarða fyrir 51 prósenta hlut í þessari viku. Gangi yfirtakan á Kögun og Wyndeham eftir hefur Dagsbrún fjárfest fyrir 31 milljarða á árinu. Innlent Viðskipti Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
Dagsbrún hefur gert yfirtökutilboð í breska prent- og samskiptafyrirtækið Wyndeham Press Group, sem er skráð í kauphöllina í Lundúnum, og nemur verðmæti yfirtökunnar 80,6 milljónum punda eða tíu milljörðum króna. Það er dótturfélag Dagsbrúnar, Daybreak, sem stendur að yfirtökunni með aðstoð Landsbankans og Teather & Greenwood. Stjórn Wyndeham hefur lagt blessun sína yfir tilboðið sem hljóðar upp á 155 pens á hvern hlut. Í gærmorgun höfðu eigendur um 20 prósent hlutafjár gefið samþykki sitt fyrir kaupunum en tilboðið hljóðar upp á 1,55 pund á hvern hlut sem 21 prósent yfirverð frá lokagengi á miðvikudaginn. Wyndeham er eitt af stærstu prentfyrirtækjum á Bretlandseyjum, prentar yfir 600 tímarit í hverjum mánuði og býður upp á víðtækar lausnir fyrir útgefendur og auglýsendur á sviði prentunar. Félagið velti yfir 17,5 milljörðum króna á síðasta reikningsári og skilaði um 700 milljóna króna hagnaði fyrir skatta. "Þetta félag er á góðu verði og hefur mikla vaxtarmöguleika. Félagið er í rekstri sem er okkur ekki ókunnugur og það hefur reynst okkur vel að vera í prentun og dreifingu á sama tíma og við höfum verið í fjölmiðlum," segir Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar. Wyndeham hefur byggst upp í gegnum fjölmörg fyrirtækjakaup og samruna á liðnum árum. "Við sjáum tækifæri annars vegar að láta þetta fyrirtæki vaxa eitt og sér, vegna stærðar þess, og hins vegar að það opnist möguleikar fyrir aðra þætti í starfsemi Dagsbrúnar." Hann segir að þessi kaup breytu engu um vaxtaráform félagsins á Norðurlöndunum. Deutsche Bank, sem hefur Orkla Media til sölu, opnar bækur fjölmiðlafélagsins í næstu viku og þá munu forsvarsmenn Dagsbrúnar ákveða í framhaldi af því hvort fyrirtækið taki þátt í tilboðsferlinu. Þá hefur félagið stofnað dótturfélag í Danmörku sem vinnur að stofnun fríblaðs. Frá áramótum hefur Dagsbrún fjárfest grimmt innan- sem utanlands. Félagið festi kaup á Securitas í janúar fyrir um 3,2 milljarða, á Senu fyrir 3,6 milljarða og stefnir að yfirtöku á Kögun eftir að hafa greitt 7,2 milljarða fyrir 51 prósenta hlut í þessari viku. Gangi yfirtakan á Kögun og Wyndeham eftir hefur Dagsbrún fjárfest fyrir 31 milljarða á árinu.
Innlent Viðskipti Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira