Viðskipti innlent

Børsen gagnrýnir Danske bank

Íslenskt efnahagslíf virðist vera að færast yfir í nýtt ferli þar sem jafnvægi kemur á útrás síðustu ára. Það verður hollt hvað varðar vöxtinn til lengri tíma litið, segir í leiðara danska viðskiptaritsins Børsen í gær.

Í leiðaranum er áréttað að hagvöxtur hér hafi síðusta ártug verið mun meiri en á evrusvæðinu og efnahagslífið standi styrkum fótum hvað sem líður neikvæðum spádómum um ofþenslu og aukna greiðslubyrði. Haft er orð á hrakspá Danske Bank um íslenskt efnahagslíf og varað við að taka hana of alvarlega, enda sé hún skrifuð af vanþekkingu sem bankinn viðurkenni sjálfur.

Í frétt á vef Børsen í gær var hins vegar tengd við umfjöllun Danske Bank gagnrýni OECD á hagstjórnina hér, þar sem bent er á að taka þurfi á vaxandi verðbólgu og eftirspurn innanlands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×