Dómsmálaráðuneytið segir Árna uppfylla skilyrðin 30. ágúst 2006 12:00 MYND/Vilhelm Gunnarsson Dómsmálaráðuneytið segir Árna Johnsen hafa afplánað fangelsisdóm sinn og uppfylli að öllu leyti skilyrði fyrir því að fá uppreist æru. Í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu er hins vegar hvorki staðfestar né hraktar fréttir Fréttablaðsins um að búið sé að skrifa undir uppreist Árna. Árni Johnsen segir að sér hafi ekki verið tilkynnt formlega að honum hafi verið veitt uppreisn æru, en hann sótti um það í júní síðastliðnum. Handhafar forsetavalds skrifuðu undir nauðsynlega pappíra um þetta í fjarveru forseta Íslands að sögn Fréttablaðsins. Ef búið er að veita Árna Johnsen uppreist æru þýðir það að kjörgengi hans í alþingiskosningum í vor er óskorað. Aðspurður hvort hann hyggi á framboð í alþingiskosningum í vor ef rétt reynist að hann hafi óflekkað mannorð á ný sagði hann ekki tímabært að taka ákvörðun um það en nefndi að hann hefði fundið fyrir töluverðum þrýstingi frá kjósendum. Forseti getur veitt mönnum uppreist æru, samkvæmt 84ðu grein hegningarlaga, eftir fimm ár frá fullnustu refsingar, svo fremi sem brotið hafi verið fyrsta brot dæmda sem hefur skerðingu borgararéttinda í för með sér og að fangelsisvist hafi ekki numið meira en einu ári. Þessi frestur getur styst niður í tvö ár ef dæmdi hefur hegðað sér vel á þessu tímabili. Í febrúar voru tvö ár frá því Árni var látinn laus af Kvíabryggju og lagði hann því inn umsókn um uppreist æru til dómsmálaráðuneytisins í júní. Handhafar forsetavalds í fjarveru forseta Íslands, það er forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti hæstaréttar, skrifuðu að sögn Fréttablaðsins upp á skjal þessa efnis að tillögu dómsmálaráðherra Björns Bjarnasonar nú nýverið. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur dvalið erlendis undanfarið í einkaerindum og því skrifuðu handhafar forsetavalds upp á beiðnina í fjarveru hans. Fyrir þá sem velta fyrir sér hvaðan orðið uppreisT með t-i komi, þá er þetta orð samkvæmt orðabók Menningarsjóðs kvenkyns nafnorð sem hefur sömu merkingu og orðið uppreisn. Ástæða fyrir því að þessi orðmynd er notuð í fréttum af þessu máli í öllum fjölmiðlum er sú að svona er þetta orðað í lögum um kosningar til Alþingis. Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið segir Árna Johnsen hafa afplánað fangelsisdóm sinn og uppfylli að öllu leyti skilyrði fyrir því að fá uppreist æru. Í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu er hins vegar hvorki staðfestar né hraktar fréttir Fréttablaðsins um að búið sé að skrifa undir uppreist Árna. Árni Johnsen segir að sér hafi ekki verið tilkynnt formlega að honum hafi verið veitt uppreisn æru, en hann sótti um það í júní síðastliðnum. Handhafar forsetavalds skrifuðu undir nauðsynlega pappíra um þetta í fjarveru forseta Íslands að sögn Fréttablaðsins. Ef búið er að veita Árna Johnsen uppreist æru þýðir það að kjörgengi hans í alþingiskosningum í vor er óskorað. Aðspurður hvort hann hyggi á framboð í alþingiskosningum í vor ef rétt reynist að hann hafi óflekkað mannorð á ný sagði hann ekki tímabært að taka ákvörðun um það en nefndi að hann hefði fundið fyrir töluverðum þrýstingi frá kjósendum. Forseti getur veitt mönnum uppreist æru, samkvæmt 84ðu grein hegningarlaga, eftir fimm ár frá fullnustu refsingar, svo fremi sem brotið hafi verið fyrsta brot dæmda sem hefur skerðingu borgararéttinda í för með sér og að fangelsisvist hafi ekki numið meira en einu ári. Þessi frestur getur styst niður í tvö ár ef dæmdi hefur hegðað sér vel á þessu tímabili. Í febrúar voru tvö ár frá því Árni var látinn laus af Kvíabryggju og lagði hann því inn umsókn um uppreist æru til dómsmálaráðuneytisins í júní. Handhafar forsetavalds í fjarveru forseta Íslands, það er forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti hæstaréttar, skrifuðu að sögn Fréttablaðsins upp á skjal þessa efnis að tillögu dómsmálaráðherra Björns Bjarnasonar nú nýverið. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur dvalið erlendis undanfarið í einkaerindum og því skrifuðu handhafar forsetavalds upp á beiðnina í fjarveru hans. Fyrir þá sem velta fyrir sér hvaðan orðið uppreisT með t-i komi, þá er þetta orð samkvæmt orðabók Menningarsjóðs kvenkyns nafnorð sem hefur sömu merkingu og orðið uppreisn. Ástæða fyrir því að þessi orðmynd er notuð í fréttum af þessu máli í öllum fjölmiðlum er sú að svona er þetta orðað í lögum um kosningar til Alþingis.
Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira