Körfubolti

Gasol frá keppni í fjóra mánuði

Lék frábærlega með Memphis á síðasta tímabili í NBA.
Lék frábærlega með Memphis á síðasta tímabili í NBA.

Spænski framherjinn Paul Gasol verður á hliðarlínunni næstu fjóra mánuðina eftir að hafa gengist undir aðgerð á vinstri fæti. Þetta er mikið áfall fyrir lið Memphis Grizzlies í NBA þar sem Gasol er lykilmaður liðsins.

Gasol braut bein í fætinum þegar hann keppti með Spáni á Heimsmeistaramótinu í Japan í síðustu viku. Spánverjar stóðu uppi sem heimsmeistarar og Gasol var valinn í úrvalslið mótsins þrátt fyrir að missa af úrslitaleiknum.

Keppnistímabilið í NBA hefst 1. nóvember svo að það er ljóst að Gasol missir af fyrstu tveimur mánuðum tímabilsins hið minnsta og keppir líklega ekki á ný fyrr en á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×