Stjörnum prýtt lið Juventus náði aðeins 1-1 jafntelfi gegn Rimini í fyrsta leik sínum í Serie-B deildinni á Ítalíu í dag. Til að gera jafnteflið enn meira niðurlægjandi var Rimini einum leikmanni færra stóran hluta leiksins.
Gianluca Buffon, Robert Kovac, Pavel Nedved, Jean-Alain Boumsong, Mauro Camoranesi og Alessandro Del Piero voru allir í liði Juventus í leiknum en náðu sér engan veginn á strik. Það var Matteo Paro sem náði forystunni fyrir Juve eftir stundarfjórðung en Adriian Ricchiudi jafnaði stuttu síðar.