Viðskipti innlent

Exista-bréf ruku út

Mikil eftirspurn var eftir bréfum í Exista í gær þegar fyrsti áfangi í skráningu félagsins á markað fór fram að því er fram kemur í Vegvísi Landsbankans.

Fyrirfram var gefið út að verð hlutanna yrði á bilinu 19,5 til 21,5 krónur og í boði voru 1,38 til 2,76 prósent í félaginu. Vegna mikils áhuga fór svo að allir hlutirnir sem voru í boði voru seldir á 21,5 krónur, alls 300 milljón hlutir. Söluandvirðið nam því 6,45 milljörðum króna.

Sala til almennings og starfsmanna Exista mun fara fram á sama verði eða 21,5 krónur á hlut og verða samtals 1,2 prósent í félaginu seld á 2,8 milljarða króna. Alls innleysir Kaupþing banki því 10,6 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi með sölu bréfa í Exista, þegar með er talin sala á 6,1 prósents eignarhluta í Exista til níu lífeyrissjóða í byrjun ágúst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×