Viðskipti erlent

GM innkallar 900.000 pallbíla

Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors Corp. tilkynnti í dag að fyrirtækið ætli að innkalla 900.000 pallbíla af gerðinni Chevrolet Silverado, Chevrolet Avalance, Cadillac Escalade EXT og GMS Sierra vegna galla í festingum sem styður við lok á palli bílanna. Bílarnir eru allir settir á markað á árunum 1999 til 2000.

Þegar hlass er sett á lokið geta kaplarnir slitnað. Ástæðan fyrir því er sú að þegar raki kemst í þéttingu kaplanna verða þeir viðkvæmari þegar þungir hlutir eru settir á palllokið.

84 slys hafa hlotist af völdum þessa en engin þeirra eru alvarleg. Bílaframleiðandinn ætlar að skipta um festingu á palli bílanna og verður hún úr öðru efni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×