Nýsköpunarverðlaun Rannís og Útflutningsráðs fyrir árið 2006 voru afhent við hátíðlega athöfn á Grand Hótel í morgun. Að þessu sinni hlaut fyrirtækið Stjörnu-Oddi verðlaunin en það vinnur að þróun og framleiðslu á mælitækjum sem eru það lítil að og handhæg að hægt er að setja þau á fiska. Stjörnu-Oddi var stofnað árið 1985, og þá sem ráðgjafarfélag, en þegar stofnendurnir, hjónin Sigmar Guðbjörnsson og Jóhanna Ástvaldsdóttir, fluttu til Íslands fyrir fjórtán árum hófst núverandi starfsemi félagsins. Vörur Stjörnu-Odda hafa verið fluttar til 45 landa og var velta fyrirtækisins árið 2004 rúmlega hundrað milljónir króna þar sem tæplega níutíu prósent teknanna komu erlendis frá.
Innlent