Innflytjendur og fjölmiðlar 12. desember 2006 05:00 Það leikur enginn vafi á, að það er svokallað "innflytjendamál" sem er eitt af brýnustu umræðunarefnum í íslenska þjóðfélaginu nú til dags. Það vantar ekki menn, sem eru viljugir að tjá sig um stöðu innflytjenda í blöðum, sjónvarpi og útvarpi, á ýmsum málþingum, og mig minnir, að umræðunarröð "Vannýtt vinnuafl" sé ennþá í gangi í Reykjavíkurakademíunni. Það virðist engum vera sama um málið, og enginn vill láta útlendinga eiga sig, - þó að það séu til ólíkar skoðanir á það, hvernig samskipti Íslendinga við þessa óvænta nágranna sína helst eigi að vera. Samt er eitt vafasamt við þessa margrómaða umræðu: þótt innflytjendur frá ýmsum löndum séu mjög áberandi í íslenska þjóðfélaginu, í skólum, á vinnumarkaði og á mörgum sviðum daglega lífssins, - eru þeir ekki sýnilegir í fjölmiðlum. Og hérmeð á ég ekki við lögreglufréttir um átök tælenskra unglingahópa einhversstaðar í Breiðholti, heldur einmitt fjölmiðlaefni, sem tengist "innflytjendamálum". Við höfum nú ekki enn séð t.d. grein í Mogga um samskipti íslendinga og innflytjenda, eða um erlent vinnuafl á íslenskum vinnumarkaði, sem væri samin af manni af erlendum uppruna. (Þau innflytjendapresturinn Toshiki Toma og kvennréttendakappinn Amal Tamimi fá víst að tjá sig, en þau eru þó í sæmilega háum stöðum í samfélaginu, þ.e.a.s. í útvöldum minnihluta; en það sem vantar eru einmitt skoðanir "venjulegra" innflytjenda). M.ö.o. þeir, sem umræðan snýst um, fá ekki að tjá sig í málunum og eiga e.t.v. að sætta sig við það lítiláta hlutverkið þolenda þarsem framtíð og örlög þeirra er um að ræða. Þannig séð, verður umræðan ekki ósvipuð hverri annari umræðu um stöðu málleysingja, t.d. um vandamál íslenskra gæludýra. En ég geri mér samt ekki ráð fyrir því, að allir innflytjendur séu alveg mállausir. (Og það þarf heldur ekki að vera mikil tungumálamanneskja til þess að kvarta yfir óréttlæti eða segja frá lífsreynslunni sinni). Skilaboðin mín eru svona: það er ekki hægt að halda áfram umræðunni um "innflytjendamál", - sama hvort hún tengist vinnumarkaði eða daglegum samskiptum, - nema að spyrja þá álits, sem viðkomandi umræða snýst um. Svo mikið ég veit, það hefur aldrei átt sér stað nein skoðunarkönnun á milli innflytjenda, sem mundi leiða það í ljós, hvaða vonir þeir binda við það að hafa flutst til Íslands, hvort þær vonir hafa nokkuð rætst í veruleikanum, og hverskonar samfélag þeir helst vilja búa í; hvort þeir vilja helst innlíma sig inn í hérlenda menningarsamfélagið eða byggja upp svokalaða alþjóðarmenningu hér á landi. Það væri nú alls ekki vitlaust að leggja þesskonar spurningar fram fyrir innflytjenda (e.t.v. á fleiri tungumálum) til að fá réttri og nákvæmari mynd af innflytjendahópnum. Það skiptir líka máli, að innflytjendahópurinn er alls ekki einsleitur, og ekki hafa þeir allir flutst hingað til landsins eftir sínu frjálsu vali eða vegna hrifningar af íslenska menningunni. Fyrir bragðið er það ekki sama lausn á tilteknu vandamálunum, sem hentar álíka vel fyrir þá alla. Einstaklingar af erlendum uppruna eru e.t.v. jafn fjölbreyttir, og löndin sem þeir koma frá, og þetta mun gera innlegg þeirra í ofangreidda umræðuna enn skemmtilegra og áhrifaríkara. Það er áríðandi að fá innflytjendana til að tjá sig, það er ekki hægt að komast að neinni sómasamlegri niðurstöðu í umræðunni á annan hátt! . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það leikur enginn vafi á, að það er svokallað "innflytjendamál" sem er eitt af brýnustu umræðunarefnum í íslenska þjóðfélaginu nú til dags. Það vantar ekki menn, sem eru viljugir að tjá sig um stöðu innflytjenda í blöðum, sjónvarpi og útvarpi, á ýmsum málþingum, og mig minnir, að umræðunarröð "Vannýtt vinnuafl" sé ennþá í gangi í Reykjavíkurakademíunni. Það virðist engum vera sama um málið, og enginn vill láta útlendinga eiga sig, - þó að það séu til ólíkar skoðanir á það, hvernig samskipti Íslendinga við þessa óvænta nágranna sína helst eigi að vera. Samt er eitt vafasamt við þessa margrómaða umræðu: þótt innflytjendur frá ýmsum löndum séu mjög áberandi í íslenska þjóðfélaginu, í skólum, á vinnumarkaði og á mörgum sviðum daglega lífssins, - eru þeir ekki sýnilegir í fjölmiðlum. Og hérmeð á ég ekki við lögreglufréttir um átök tælenskra unglingahópa einhversstaðar í Breiðholti, heldur einmitt fjölmiðlaefni, sem tengist "innflytjendamálum". Við höfum nú ekki enn séð t.d. grein í Mogga um samskipti íslendinga og innflytjenda, eða um erlent vinnuafl á íslenskum vinnumarkaði, sem væri samin af manni af erlendum uppruna. (Þau innflytjendapresturinn Toshiki Toma og kvennréttendakappinn Amal Tamimi fá víst að tjá sig, en þau eru þó í sæmilega háum stöðum í samfélaginu, þ.e.a.s. í útvöldum minnihluta; en það sem vantar eru einmitt skoðanir "venjulegra" innflytjenda). M.ö.o. þeir, sem umræðan snýst um, fá ekki að tjá sig í málunum og eiga e.t.v. að sætta sig við það lítiláta hlutverkið þolenda þarsem framtíð og örlög þeirra er um að ræða. Þannig séð, verður umræðan ekki ósvipuð hverri annari umræðu um stöðu málleysingja, t.d. um vandamál íslenskra gæludýra. En ég geri mér samt ekki ráð fyrir því, að allir innflytjendur séu alveg mállausir. (Og það þarf heldur ekki að vera mikil tungumálamanneskja til þess að kvarta yfir óréttlæti eða segja frá lífsreynslunni sinni). Skilaboðin mín eru svona: það er ekki hægt að halda áfram umræðunni um "innflytjendamál", - sama hvort hún tengist vinnumarkaði eða daglegum samskiptum, - nema að spyrja þá álits, sem viðkomandi umræða snýst um. Svo mikið ég veit, það hefur aldrei átt sér stað nein skoðunarkönnun á milli innflytjenda, sem mundi leiða það í ljós, hvaða vonir þeir binda við það að hafa flutst til Íslands, hvort þær vonir hafa nokkuð rætst í veruleikanum, og hverskonar samfélag þeir helst vilja búa í; hvort þeir vilja helst innlíma sig inn í hérlenda menningarsamfélagið eða byggja upp svokalaða alþjóðarmenningu hér á landi. Það væri nú alls ekki vitlaust að leggja þesskonar spurningar fram fyrir innflytjenda (e.t.v. á fleiri tungumálum) til að fá réttri og nákvæmari mynd af innflytjendahópnum. Það skiptir líka máli, að innflytjendahópurinn er alls ekki einsleitur, og ekki hafa þeir allir flutst hingað til landsins eftir sínu frjálsu vali eða vegna hrifningar af íslenska menningunni. Fyrir bragðið er það ekki sama lausn á tilteknu vandamálunum, sem hentar álíka vel fyrir þá alla. Einstaklingar af erlendum uppruna eru e.t.v. jafn fjölbreyttir, og löndin sem þeir koma frá, og þetta mun gera innlegg þeirra í ofangreidda umræðuna enn skemmtilegra og áhrifaríkara. Það er áríðandi að fá innflytjendana til að tjá sig, það er ekki hægt að komast að neinni sómasamlegri niðurstöðu í umræðunni á annan hátt! .
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun