Viðskipti innlent

Kaup DM á Dreifingarmiðstöðinni háð skilyrðum

Samkeppniseftirlitið hefur athugað kaup félagsins DM ehf. á Dreifingarmiðstöðinni ehf. á grundvelli samrunaákvæðis samkeppnislaga og  náð samkomulagi við DM um ákveðin skilyrði til að koma í veg fyrir óheppileg áhrif af samruna fyrirtækjanna.

DM annast eftir kaupin rekstur vöruhúss og vörudreifingu m.a. á bókum, tímaritum, ritföngum og skrifstofuvörum en eigendur fyrirtækisins eru að miklu leyti þeir sömu eða eru tengdir eigendum Pennans hf., heildsölu- og smásölufyrirtækis sem selur einkum bækur, tímarit, ritföng og skrifstofuvörur.

Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins segir að skilyrðin felist m.a. í því að koma í veg fyrir flæði upplýsinga á milli DM og Pennans og skapa jafnræði með þeim sem eru á mörkuðum fyrir bóka-, tímarita- og ritfangasölu. Í því skyni m.a. verður DM óheimilt að sinna innheimtu reikninga fyrir þá aðila sem fyrirtækið dreifir bókum og tímaritum fyrir.

<a="http://www.samkeppni.is/samkeppni/upload/files/samkeppniseftirlit/akvardanir/2006/akvordun46_2006_kaup_dm_ehf_a_dreifingarmidstodinni_ehf.pdf">Úrskurður Samkeppniseftirlitsins</a> 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×