Lífið

Rannsókn á draumum íslendinga

Draumar íslendinga verða brotnir til mergjar í Háskóla Íslands í dag þegar Adriënne Heijnen, doktor í mannfræði frá Háskólanum í Árósum, heldur fyrirlestur um vettvangsrannsókn sem hún framkvæmdi í Hrunamannahreppi, Reykjavík og á Akureyri á árunum 1994-2000.

Áhersla verður lögð á þá þekkingu sem íslendingar miðla með tjáningu sinni á draumum og mismunandi viðhorf til drauma í íslensku samfélagi.  Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Félags þjóðfræðinga á Íslandi og hefst klukkan 17:15 í stofu 201 í Árnagarði við Háskóla Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×