Innlent

Tók á móti undirskriftalistum vegna hágæsluherbergis

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra tók í dag á móti undirskriftalista þar sem hún var hvött til að tryggja rekstur svokallaðs hágæsluherbergis á Barnaspítala Hringsins.

Undirskriftarsöfnunin var að frumkvæði Guðbjargar E. Hafsteinsdóttur og hófst eftir að fjallað var um skort á slíku herbergi í fréttskýringarþættinum Kompási á NFS fyrir rúmri viku. Alls söfnuðust um 2200 undirskriftir frá síðasta miðvikudegi og til dagsins í dag. Greint var frá því á föstudag að Baugsfjölskyldan hygðist gefa Barnaspítalanum 300 milljónir á næstu fimm árum til að reka hágæsluherbergi en þeir sem stóðu að undirskriftunum lögðu áherslu á það í dag að starfsemin yrði tryggð áfram að fimm árum liðnum. Heilbrigðisráðherra sagði um leið og hann tók við undirskriftunum að unnið yrði að málinu og sérstök hágæsluþjónusta tekin upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×