Innlent

Stormur aftur kominn að bryggju

Eikarbáturinn Stormur er nú aftur kominn að bryggju, í Kópavogi, en hann slitnaði þar frá og rak í strand í óveðri í fyrrinótt. Báturinn var í raun sokkinn og fullur af sjó, en Árna Kópssyni, kafara, tókst að dæla úr honum og koma honum á flot og að bryggju.

Skrokkurinn mun vera lítið skemmdur. Til stendur að breyta Stormi í Hvalaskoðunarskip, en Árni segir að þetta sé virkilega flottur bátur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×