Sport

Dómarinn verður að hafa góð tök á bikarleiknum

Sir Alex vonar að dómarinn verði vandanum vaxinn á morgun þegar hann dæmir stórleik Manchester United og Liverpool í enska bikarnum
Sir Alex vonar að dómarinn verði vandanum vaxinn á morgun þegar hann dæmir stórleik Manchester United og Liverpool í enska bikarnum NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir afar mikilvægt að dómarinn Howard Webb hafi góð tök á bikarleik liðsins gegn Liverpool á morgun, því hann óttist að annars gæti soðið uppúr milli leikmanna liðanna. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn.

Allt ætlaði um koll að keyra þegar liðin mættust í deildinni fyrir skömmu, en þá gerði Gary Neville fyrirliði United allt vitlaust þegar hann fagnaði sigurmarki liðs ákaft fyrir framan nefið á stuðningsmönnum Liverpool.

"Ég þykist nokkuð viss um að Gary Neville eigi eftir að fá mikið skítkast frá stuðningsmönnum Liverpool, en það er mjög áríðandi að dómarinn taki leikinn strax föstum tökum og passi að ekki sjóði uppúr. Þessi leikur er sannarlega stórt og verðugt verkefni fyrir þetta ungan dómara. Menn segja að hann verði sá dómari sem tekur við af Graham Poll sem besti dómarinn í deildinni og hann er sannarlega efnilegur," sagði Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×