Erlent

Gengur ekki að skipa stjórn

Stjórnarmyndunarviðræðurnar
Ekkert gekk í ellefu vikur að ná sátt um forseta þingsins.
Stjórnarmyndunarviðræðurnar Ekkert gekk í ellefu vikur að ná sátt um forseta þingsins. MYND/AP

Flokkur Viktors Júsjenkó, forseta Úkraínu, sleit í gær viðræðum við Sósíalistaflokkinn um myndun ríkisstjórnar, en þær höfðu varað í ellefu vikur. Flokkur forsetans, Okkar Úkraína, krafðist þess að skipa mann úr sínum röðum sem forseta þingsins, en það gátu sósíalistarnir ekki gefið eftir. Formaður þeirra, Oleksandr Moroz, krafðist þess að Júsjenkó gripi inn í viðræðurnar.

Bæði þingið og ríkisstjórnin eru í óstarfhæfu ástandi og varð það til þess að George Bush Bandaríkjaforseti frestaði heimsókn sinni til Úkraínu, sem átti að fara fram í þessum mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×