Erlent

Viðbrögð við aftöku Saddams blendin

Á myndinni sést þegar verið er að setja snöruna um háls Saddams í nótt.
Á myndinni sést þegar verið er að setja snöruna um háls Saddams í nótt. MYND/AP

Saddam Hússein var tekinn af lífi í nótt og hafa viðbrögð alþjóðasamfélagsins verið blendin. Vatíkanið og Rússland hörmuðu aftökuna þar sem þau sögðu að þau væru á móti öllum dauðarefsingum en Frakkar, sem eru einnig á móti dauðarefsingum, hvöttu Íraka til þess að horfa fram á veginn.

Einn helsti leiðtogi talibana, Mullah Omar, sagði hins vegar að aftakan myndi virka eins og vítamínsprauta á þá sem berðust í heilögu stríði gegn Bandaríkjamönnum.

Mannréttindasamtökin Human Rights Watch og Amnesty International sögðu bæði að réttarhöldin hefðu verið gölluð og að sú ákvörðun að taka Saddam af lífi áður en klárað var að rétta í hinum málunum, hafi verið röng.

George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í tilkynningu í morgun að hann fagnaði aftökunni og að hún væri mikilvægur áfangi á leið Íraka til lýðræðis. Hann viðurkenndi þó að aftakan myndi sennilega ekki auk koma í veg fyrir ofbeldið í Írak.

Bretar gáfu út stutta yfirlýsingu og fögnuðu því að hann hefði verið látin gjalda fyrir glæpi sína gegn írösku þjóðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×