Enski boltinn

Ferguson: Meiðsli Terry eru ofmetin

John Terry virðist ekki leiðast neitt sérlega að sitja uppi í stúku.
John Terry virðist ekki leiðast neitt sérlega að sitja uppi í stúku. MYND/Getty

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, telur að áhrifin sem fjarvera John Terry hafi á Chelsea séu stórlega ofmetin. Ferguson bender á að án Terry hafi Chelsea tapað tveimur stigum í fjórum leikjum og að liðið sé raunverulega í betri stöðu en það var áður en fyrirliðinn meiddist.

"Chelsea hefur unnið þrjá leiki og gert eitt jafntefli án Terry. Það gerir tvö stig töpuð. Á sama tíma höfum við tapað fjórum stigum. Staða Chelsea er þannig betri en hún var áður," sagði Ferguson og bætti við að hann teldi stöðugleika spila stærstan þátt í þeirri staðreynd að Man. Utd. sé á toppi deildarinnar.

"Það er það sem við höfum haft fram yfir Chelsea í vetur. Lykillinn að árangri er stöðugleiki. Vörnin okkar hefur verið mjög góð og stöðug í sumar og með sama áframhaldi erum við í góðum málum því í framlínunni höfum við leikmenn sem geta unnið leiki upp á eigin spýtur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×