Innlent

Félaginu gerðar upp skoðanir

Sigurbjörn Sveinsson formaður Læknafélags Íslands segir svæfingar- og gjörgæslulækna hafa gert Læknafélaginu upp skoðanir.
Sigurbjörn Sveinsson formaður Læknafélags Íslands segir svæfingar- og gjörgæslulækna hafa gert Læknafélaginu upp skoðanir.

Læknafélagi Íslands hafa verið gerðar upp skoðanir af hálfu Félags svæfingar- og gjörgæslulækna. Gengið sé út frá staðlausum stöfum þegar fullyrt sé að Læknafélagið vilji tefja framkvæmdir á uppbyggingu nýs sjúkrahúss við Hringbraut. Þær framkvæmdir hafi Læknafélagið stutt opinberlega frá árinu 2000. Þetta segir Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands, um yfirlýsingar svæfingar- og gjörgæslulæknafélagsins.

Í yfirlýsingu frá stjórn svæfingar- og gjörgæslulæknafélagsins segir að málflutningur Lækna­félagsins á síðasta aðalfundi þess þyki svo fjarstæðukenndur að ýmsir félagsmanna hafi hvatt stjórnina að leita leiða til að segja skilið við Læknafélag Íslands þar sem ljóst sé að þeir eigi enga samleið með öflum sem þar virðist ráða ríkjum.

Sigurbjörn segir þessar harðorðu yfirlýsingar svæfingar- og gjörgæslulæknafélagsins um úrsögn einnig staðlausar þar sem það sé sérgreinafélag lækna sem eigi ekki aðild að Læknafélagi Íslands. Því sé marklaust að tala um úrsögn þess. „Þetta er dæmi um mál þar sem hlutirnir hafa ekki verið skoðaðir nægilega vel áður en farið var af stað með yfirlýsingar,“ segir Sigurbjörn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×