Innlent

Litlir bílar menga minna

Hægt er að minnka útblástur með því að velja ákveðnar bílategundir.
Hægt er að minnka útblástur með því að velja ákveðnar bílategundir.

Mikill munur er á því hversu mikið bifreiðar menga. Þannig blæs BMW fjórum tonnum af koltvísýringi út í andrúmsloftið á ári en Fiat 1,8 tonnum.

Þetta kom fram í erindi Sigurðar Inga Friðleifssonar, framkvæmdastjóra Orkuseturs, á samgönguviku.

Tiltekin gerð af Toyota Cruiser blæs út 6,1 tonni af koltvísýringi árlega miðað við tólf þúsund ekna km en Toyota Prius blæs 1,2 tonnum. Sigurður vildi með þessum samanburði vekja athygli á því að hægt er að minnka útblástur með því að velja ákveðnar bílategundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×