Innlent

Forseta Íslands veitt verðlaun

Ólafur Ragnar Grímsson segir vísindamönnum bera skylda til að koma sinni vitneskju um þessi málefni á framfæri við almenning og stjórnvöld.
Ólafur Ragnar Grímsson segir vísindamönnum bera skylda til að koma sinni vitneskju um þessi málefni á framfæri við almenning og stjórnvöld.

Loftslagsstofnunin í Washington, Climate Institute, veitti Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, verðlaunin Global Environmental Leadership Award á ársþingi stofnunarinnar.

Verðlaunin hlaut Ólafur fyrir að sýna forystu á alþjóðavettvangi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og fyrir framlag íslensku þjóðarinnar við þróun og nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa.

Ólafur flutti erindi á ársþinginu þar sem hann fjallaði meðal annars um árangur Íslands í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa og vilja íslenskra stjórnvalda, fyrirtækja, stofnana og einstaklinga til að miðla þeirri þekkingu til annarra þjóða.

Í umfjöllun bandaríska dagblaðsins Herald Tribune um ársþingið segir að íslenski forstinn bjóði fram hið agnarsmáa land sitt sem rannsóknarlíkan fyrir heiminn meðan hann vinnur sig gegnum þær hættur sem fylgi hitnun jarðar. Haft er eftir Ólafi að hvergi í heiminum sé hægt að sjá merki loftslagsbreytinga jafn skýrt og í norðrinu. Ísland sé nú þegar að sjá skýr merki loftslagsbreytinga en búi jafnframt yfir góðum ónýttum orkuauðlindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×