Innlent

Stundaði svakalega sjálfsritskoðun

Ómar Ragnarsson sjónvarpsfréttamaður
Ómar Ragnarsson sjónvarpsfréttamaður

Ómar Ragnars­son sjónvarpsfréttamaður segist hafa þurft að stunda „svakalega sjálfsritskoðun“ og leggja sig svo mikið fram við það upp á síðkastið vegna þrýstings utan frá að hann geti ekki staðið í því lengur. Þess vegna hafi hann hætt að fjalla um umhverfismál í sjónvarpsfréttum.

„Ég hef fengið það alveg skýrt að ég hef staðið fullkomlega að verki fyrir Fréttastofuna og Sjónvarpið,“ segir Ómar. „Ég er bara undir svo mikilli smásjá almennings og þeirra sem hafa áhrif að það er miklu hreinna að gera þetta svona.“

Ómar segir að það sé að sjálfsögðu alltaf hætta á því að fréttamenn myndi sér skoðun á grundvelli þess að þeir þekki málin vel eftir að hafa sökkt sér ofan í þau. Þeir verði því að gæta þess eins og sjáaldurs auga síns að það komi hvergi fram. „Ég treysti mér ekki til þess lengur.“

Ómar kveðst hafa fengið gríðar­leg viðbrögð við frumkvæði sínu, margir hafi talað við sig og sumir stjórnmálamenn. „Ég set þetta fram, nú vil ég leggja baráttunni lið með því að ræða við þá sem eru í stjórnmálum um það hvernig þessum sjónarmiðum er best komið í kosningabaráttu. Ég er bara að byrja.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×