Innlent

Dregur ályktanir lögreglu í efa

Einar Magnús Magnússon
Einar Magnús Magnússon

Hæpið er að tala um að umferðarátakið Nú segjum við Stopp sé ekki að skila sér til ökumanna þótt fleiri séu nú stöðvaðir fyrir hraðakstur en áður. Þetta segir Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, um ályktanir lögreglu um að átakið sé ekki að skila sér til ökumanna.

Einar Magnús telur að ekki þurfi að þýða að hraðakstur hafi aukist þó fleiri séu teknir. Ekki sé hægt að leggja dóm á alla ökumenn þó að einhverjir einstaklingar hafi ekki látið segjast. Verið sé að kanna niðurstöður umferðargreina Vegagerðarinnar um þessi mál.

UMFERÐ Upplýsingafulltrúi umferðar­stofu segir tómt mál að tala um að hraðakstur hafi aukist þó að fleiri séu gripnir á of miklum hraða en áður.

„Því miður er fólk úti í umferðinni sem virðist ekki vera viðbjargandi. Við vitum að þær aðgerðir sem nú hefur verið gripið til ná sjaldnast eyrum þeirra forhertustu í umferðinni," segir Einar. Hann telur að aukna löggæslu og hert viðurlög við síendur­teknum glæpum í umferðinni þurfi til að ná til þess hóps. Ótal dæmi séu um að réttarkerfið hafi brugðist í þessum málum og úr því þurfi að bæta.

„Með auknu umferðareftirliti kemst upp um fleiri sem aka hratt. Það þarf þó ekki að þýða að hraðakstur hafi aukist frekar en að dregið hafi úr honum með minna eftirliti," segir Magnús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×