Innlent

Vilja að fyllingu Hálslóns verði frestað

Hópur manna hyggst koma saman nú klukkan níu við höfuðstöðvar Landsvirkjunar við Háaleitisbraut til þess að mótmæla því að byrjað verði að fylla Hálslón í vikunni. Hópurinn ætlar að reyna að fá fund með Friðrik Sophussyni, forstjóra Landsvirkjunar, og fara fram á það á fyllingu lónsins verði frestað eins og Ómar Ragnarsson hefur lagt til. Hópurinn vill að Alþingi Íslendinga fjalli um málið. Þá ber þess að geta að skipulögð hefur verið fjöldaganga með Ómari Ragnarssyni á morgun kl. 20 í miðbænum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×