Innlent

Rannsaka þarf varnarsvæðið

Með bæjarstjóranum. Viðar Már Aðalsteinsson og Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
Með bæjarstjóranum. Viðar Már Aðalsteinsson og Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.

Viðar Már Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri hjá Reykjanesbæ, er sammála því að alls konar mengun og eiturefni geti legið í jörðu á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Mönnum var ekkert heilagt hér áður fyrr og sum efni lifa lengi í jarðvegi án þess að fyrnast eða eyðast.

Viðar Már er sammála því að það geti kostað hundruð milljóna eða hugsanlega milljarða að hreinsa mengað svæði. Það þarf að rannsaka allt svæðið og fá óháð mat frá hæfum aðilum því að menn vita ekki lengur hvað þarna er. Vitneskjan er byggð á munnmælum og skýrslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×