Fótbolti

Létu mikið að sér kveða

Veigar Páll Gunnarsson er áfram á skotskónum fyrir Stabæk.
Veigar Páll Gunnarsson er áfram á skotskónum fyrir Stabæk.

Íslenskir leikmenn settu mark sitt á norska boltann um helgina en Marel Baldvinsson og Veigar Páll Gunnarsson voru báðir á skotskónum. Marel opnaði markareikning sinn hjá Molde með því að skora fyrra mark liðsins í 2-0 sigri á Lilleström. Sigurinn var afar dýrmætur því með honum kom Molde sér af mesta fallsvæðinu. Veigar Páll heldur áfram að spila eins og engill og í gær skoraði hann sigurmark Stabæk gegn Fredriksstad þar sem lokatölur urðu 3-2.

Aðrir Íslendingar í deildinni komu einnig við sögu hjá sínum liðum. Árni Gautur Arason stóð að sjálfsögðu á milli stanganna hjá Vålerenga þegar liðið lagði Start að velli, 1-0, og Birkir Bjarnason lék síðustu 10 mínúturnar fyrir Viking, sem tapaði fyrir Sandefjord. Indriði Sigurðsson og Stefán Gíslason léku báðir allan leikinn fyrir Lyn sem tapaði fyrir Ham-Kam á útivelli, 1-0, og þá léku Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson í miðri vörn Brann þegar liðið tapaði fyrir Tromsö 3-1. Ármann Smári Björnsson var ónotaður varamaður hjá Brann en liðið er sem fyrr í efsta sæti deildarinnar með 40 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×