Innlent

Jeppaflugvél á Langjökli

Á Langjökli. Jón Kristleifsson við flugvélina uppi á Langjökli.
Á Langjökli. Jón Kristleifsson við flugvélina uppi á Langjökli.

Feðgarnir Jón Kristleifsson og Þorsteinn Jónsson eru stoltir eigendur sérútbúinnar „jeppaflugvélar“. Vélin er af gerðinni Super Cub frá um 1940 en á hana hafa verið sett þrjátíu og einnar tommu dekk sem eru sérútbúin fyrir erfiðar aðstæður í Alaska.

Jón segir þetta stærstu dekk sem sett hafa verið undir svo litla flugvél hér á landi. Með þessu móti sé hægt að lenda á grófum flugbrautum og sandfjörum með auðveldu móti eða uppi á jöklum. Myndin að ofan er tekin uppi á Langjökli en daginn áður lentu þeir uppi á Eiríksjökli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×