Sport

Chelsea með 18 stiga forskot á toppnum

Drogba fagnar hér markinu sem hann skoraði í dag og kom Chelsea yfir.
Drogba fagnar hér markinu sem hann skoraði í dag og kom Chelsea yfir.

Chelsea náði í dag 18 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar meistararnir unnu 1-2 útisigur á West Bromwich Albion. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea en honum var skipt út af á 63. mínútu fyrir Geremi.

Didier Drogba náði forystunni fyrir Chelsea á 51. mínútu en 10 mínútum síðar var Arjen Robben rekinn af velli fyrir ljótt brot á Jonathan Greening. Einum leikmanni færri komust Chelsea í 2-0 með marki Joe Cole sem var nýkominn inn á sem varamaður en Nígeríumaðurinn Kanu, náði að minnka muninn fyrir heimamenn á 88. mínútu.

Þetta var 100. leikur Chelsea undir stjórn Jose Mourinho. Fyrri hálfleikur þótti ekki mikið fyrir augað en það var okkar maður, Eiður Smári sem átti fyrsta marktækifæri leiksins sem hann vannýtti skelfilega þegar hann skaut boltanum langt framhjá markinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×