Innlent

Ráðherra seig úr þyrlu

Öryggisvika sjómanna var sett í dag í rjómablíðu út við sundin blá. Í vikunni verða sjómenn hvattir til að þjálfa viðbrögð við slysum og sjávarháska.

Það var ekki amalegt veðrið þegar Sturla Böðvarsson samgönguráðherra seig í dag fagmannlega niður úr TF LÍF þyrlu landhelgisgæslunnar og lenti jafnfætis á Sæbjörginni, skólaskipi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Ráðherra lýsti síðan Öryggisviku sjómanna setta en hún er nú haldin í þriðja sinn.

Tómur tuttugu feta gámur var síðan hífður um borð frá Selfossi, en gámurinn er gjöf frá Eimskip og verður nýttur til að þjálfa sjómenn í reykköfun og slökkvistörfum um borð. Í öryggisvikunni verða meðal annars björgunaræfingar um borð í skipum og ráðstefna haldin um öryggi sjófarenda. Þá gaf Eimskip siglingahugbúnað sem verður nýttur á Sæbjörginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×