Innlent

Nýr formaður Vinstri-grænna í Reykjavík

MYND/Vísir

Hermann Valsson var í kvöld kosinn nýr formaður Reykjavíkurfélags Vinstri-grænna. Hermann er kennari og varaborgarfulltrúi en hann tekur við af Þorleifi Gunnlaugssyni.

Á heimasíðu Árna Þórs Sigurðssonar, borgarfulltrúa, segir að tillögur um sameiginlegt forval í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi hafi verið samþykktar í Reykjavík og verði til umræðu á kjördæmisfundi í Suðvesturkjördæmi á fimmtudaginn kemur. Ef að tillögurnar vera samþykktar þar taka stjórnir kjördæmisráðanna sameiginlega ákvörðun í framhaldinu um það hvenær forvalið fer fram.

Auk Hermanns sitja í nýrri stjórn flokksins í Reykjavík: Elín Sigurðardóttir, Fida Abu Libdeh, Heimir Janusarson, Jóhann Björnsson, Sigríður Kristinsdóttir og Toshiki Toma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×