Sport

Andorra mun vígja Wembley

Það verður knattspyrnulandslið smáríkisins Andorra sem mun leika fyrsta landsleikinn í fótbolta við England hinum nýja Wmbley, þjóðarleikvangi Englendinga sem verið er að leggja lokahönd á. Andorra er í E-riðli með Englendingum í undankeppni EM2008 og mætast þjóðirnar þann 2. september n.k. á Wembley.

Auk Englands og Andorra eru Rússar, Makedónía, Króatía, Ísrael og Eistland saman í E-riðli en erfiðlega hefur gengið fyrir þjóðirnar að komast að samkomulagi um leikjadaga í riðlinum. Það hefur þó loksins tekist eftir tvenn stíf fundarhöld milli þjóðanna í Sviss.

Leikjadagskrá Englendinga í undankeppni EM 2008 verður síður en svo dans á rósum en hún verður þannig skipuð;

2006

2. Sep: Andorra (H)

6. Sep: Makedónía (Ú)

7. Okt: Makedínía (H)

11. Okt: Króatía (Ú)

2007

24. Mar: Ísrael (Ú)

28. Mar: Andorra (Ú)

6. Jún: Eistland (Ú)

8. Sep: Ísrael (H)

12. Sep: Rússland (H)

13 Okt: Eistland (H)

17. Okt: Russia (Ú)

21. Nóv: Króatía (H)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×