Innlent

Fundað um vetni

Vetnisstrætó
Vetnisstrætó MYND/Vísir

Sjötti fundur stýrinefndar Alþjóðavetnissamstarfsins verður haldinn á Hótel Nordica í Reykjavík dagana 26. og 27. september. Um er að ræða samstarfsvettvang sextán aðildarríkja og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem stofnaður var í nóvember 2003 og er markmið hans alþjóðlegt samstarf og rannsóknir á sviði vetnis.

Vegna samstarfsins hafa orðið miklar miklar framfarir á sviði vetnisnýtingar á alþjóðavettvangi. Þannig undirbúa nú helstu bílaframleiðendur heims fjöldaframleiðslu á vetnisbílum sem gætu tekið við af farartækjum knúnum jarðefnaeldsneyti í framtíðinni.

Auk Íslands eiga þjóðir eins og Bandaríkin, Frakkland, Bretland, Ástralía og Kanada sæti í nefndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×