Innlent

16 tíma samningafundur í deilu LSS og LH

Fundur samninganefndar Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og launanefndar sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara stóð til klukkan fimm í nótt en hann hófst klukkan eitt í gær. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan eitt í dag.

Verðharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, sagði aðspurður í morgun að sú staðreynd að menn ræddu saman benti til þess að það væri að þokast í viðræðunum. Ef ekki semst fyrir 20. mars fara slökkviliðsmenn í verkfall.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×