Innlent

Byggja 174 ný hjúkrunarrými

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær að 174 ný hjúkrunarrými yrðu byggð á næstu fjórum árum, til viðbótar við þau tvö hundruð sem byggja á í Reykjavík. Ákvörðunin byggist á niðurstöðu nefndar stjórnvalda og fulltrúa Landssambands eldri borgara.

Fjörutíu og fjögur rými verða byggð í Kópavogi, tuttugu í Mosfellsbæ, þrjátíu í Reykjanesbæ og í Hafnarfirði, tíu á Ísafirði og tuttugu í Garðabæ. Tuttugu verða síðan á Sjúkrahúsi Suðurlands. Að sögn Sivjar tekst líklega að eyða biðlistum með þessari uppbyggingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×