Heitt og erótískt en ekki klám 5. nóvember 2006 12:00 Birgir Örn Steinarsson gaf nýverið út sína fyrstu sólóplötu, Id. Nýtt erótískt tónlistarmyndband við lagið Drug of Choice af nýjustu plötu Birgis Arnar Steinarssonar, Id, er komið í spilun. Birgir sjálfur er í aðalhlutverki í myndbandinu ásamt vinkonu sinni. Sjást þau m.a. kyssast djúpum kossum og snerta hvort annað á kynæsandi hátt og þykir myndbandið nokkuð opinskátt. „Textinn fjallar um skyndikynni og hvað það að stunda slíkt rífur mann niður andlega. Okkur fannst við þurfa að fara alla leið með myndbandið. Þetta er saga um konu sem tælir mann og bindur hann í vef sem hann kemst ekki út úr. Það endar á því að ég fer inn í líkama hennar og þá breytist ég í marga litla sæðis-Bigga,“ segir Birgir Örn, sem er búsettur í London. Leikstjóri myndbandsins er Hlynur Magnússon sem gerði myndband við lag Maus, Liquid Substance, sem vakti töluverða athygli á sínum tíma þar sem beinagrindur voru í aðalhlutverki. Einnig hefur hann tekið upp fyrir hljómsveitina Sometime. Er Hlynur búsettur í Los Angeles um þessar mundir þar sem hann stundar kvikmyndanám. Birgir segist ekki eiga von á því að myndbandið verði bannað á MTV, enda sjáist ekkert í því nema fólk að kyssast og knúsast. „Ég hef verið við hliðina á fólki sem hefur horft á myndbandið og það hefur bara roðnað. Það er einu viðbrögðin sem maður getur óskað eftir. Mín fjölskylda er öll búin að sjá þetta og allir sem eru viðriðnir myndbandið. Við erum öll sátt enda var þetta allt gert með þema lagsins í huga. Þetta er ekkert klámfengið en vissulega heitt og erótískt.“ Myndbandið er væntanlegt í spilun hér á landi innan tíðar. Einnig er m.a. hægt að sjá það á kvikmynd.is, á heimasíðu Youtube og á síðu Bigga, myspace.com/bigital. Menning Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Nýtt erótískt tónlistarmyndband við lagið Drug of Choice af nýjustu plötu Birgis Arnar Steinarssonar, Id, er komið í spilun. Birgir sjálfur er í aðalhlutverki í myndbandinu ásamt vinkonu sinni. Sjást þau m.a. kyssast djúpum kossum og snerta hvort annað á kynæsandi hátt og þykir myndbandið nokkuð opinskátt. „Textinn fjallar um skyndikynni og hvað það að stunda slíkt rífur mann niður andlega. Okkur fannst við þurfa að fara alla leið með myndbandið. Þetta er saga um konu sem tælir mann og bindur hann í vef sem hann kemst ekki út úr. Það endar á því að ég fer inn í líkama hennar og þá breytist ég í marga litla sæðis-Bigga,“ segir Birgir Örn, sem er búsettur í London. Leikstjóri myndbandsins er Hlynur Magnússon sem gerði myndband við lag Maus, Liquid Substance, sem vakti töluverða athygli á sínum tíma þar sem beinagrindur voru í aðalhlutverki. Einnig hefur hann tekið upp fyrir hljómsveitina Sometime. Er Hlynur búsettur í Los Angeles um þessar mundir þar sem hann stundar kvikmyndanám. Birgir segist ekki eiga von á því að myndbandið verði bannað á MTV, enda sjáist ekkert í því nema fólk að kyssast og knúsast. „Ég hef verið við hliðina á fólki sem hefur horft á myndbandið og það hefur bara roðnað. Það er einu viðbrögðin sem maður getur óskað eftir. Mín fjölskylda er öll búin að sjá þetta og allir sem eru viðriðnir myndbandið. Við erum öll sátt enda var þetta allt gert með þema lagsins í huga. Þetta er ekkert klámfengið en vissulega heitt og erótískt.“ Myndbandið er væntanlegt í spilun hér á landi innan tíðar. Einnig er m.a. hægt að sjá það á kvikmynd.is, á heimasíðu Youtube og á síðu Bigga, myspace.com/bigital.
Menning Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira