Enski boltinn

Vilja Shepherd burtu

Freddie Shepherd er ekki vinsælasti maðurinn á St. James Park í augnablikinu.
Freddie Shepherd er ekki vinsælasti maðurinn á St. James Park í augnablikinu. Getty Images

Þúsundir stuðningsmanna Newcastle söfnuðust fyrir framan aðalinngang St. James Park, heimvöll félagsins, eftir tapið gegn Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í gær og kröfðust þess að Freddie Shepherd segði af sér stjórnarformennsku hjá félaginu.

"Við viljum Freddie Shepherd í burtu," hrópuði mannfjöldinn í kór og lýsti þannig óánægju sinni með stjórnun félagsins á tímabilinu í ár. Newcastle er í næst neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og spilaði skelfilega í leiknum í gær.

Svo virðist sem að Glenn Roeder njóti hins vegar trausts á meðal stuðningsmannana því ekkert var minnst á hans nafn í fjöldamótmælunum fyrir utan St. James Park.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×