Sport

Ferlinum lokið hjá Shearer

Shearer í sínum síðasta leik gegn Sunderland.
Shearer í sínum síðasta leik gegn Sunderland. Getty

Nær tuttugu ára mögnuðum atvinnumannaferli Alan Shearer er lokið. Þessi magnaði framherji gaf það út í dag að hann hyggðist ekki snúa aftur eftir hnémeiðslin sem hann hlaut í sigurleik Newcastle gegn Sunderland á mánudaginn.

Shearer hafði þegar ráðgert að hætta í lok tímabilsins en þar sem meiðslin koma í veg fyrir að hann spili síðustu þrjá leikina hættir hann örlítið fyrr. Shearer hóf atvinnumannaferill sinn með Southampton árið 1988 og lék þar við góðan orðstýr. Hápunkutinn á ferli hans var hinsvegar sennilega þegar hann skoraði 34 mörk á einu tímabili og varð Englandsmeistari með Blackburn árið 1995. Newcastle keypti kappann fyrir metfé árið eftir og hefur hann leikið þar síðan. Shearer hefur skorað meira en 200 mörk fyrir Newcastle og er markahæsti maður í sögu félagsins.

Shearer getur þó huggað sig við að hann skoraði í lokaleiknum sem Newcastle sigraði örugglega með fjórum mörkum gegn einu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×