Reyndi að synda í kringum Reykjavík 23. júlí 2006 12:08 ÚR MYNDASAFNI Benedikt er að sögn kunnugra er einn öflugasti sjósundkappi landsins. MYND/E.Ól. Sjósundkappinn Benedikt Lafleur varð í gær fyrsti maðurinn í um hálfa öld til að reyna að synda í kringum Reykjavík. Sundið var liður í undirbúningi kappans fyrir sund yfir Ermasundið eftir rúman mánuð. Benedikt, sem að sögn kunnugra er einn öflugasti sjósundkappi landsins, hefur undirbúið sig að kappi fyrir Ermasundið undanfarna mánuði. Með tiltækinu vill hann vekja athygli almennings á gildi sjósunds fyrir líkama og sál, en um leið er því ætlað að vekja fólk til vitundar um skuggahliðar nútímans, sem að sögn Bendikts birtist okkur með áberandi hætti í formi mansals. Sundið í kringum Reykjavík var í þremur áföngum, tæplega 13,5 kílómeters vegalengd í heildina. Engum Íslendingi hefur hvorki tekist að synda yfir Ermasundið né í kringum Reykjavík, en hvort tveggja var reynt fyrir um hálfri öld. Sundið gekk ágætlega hjá Benedikt, en hann þurfti þó að stoppa hjá Gróttu. Og þegar u.þ.b. einn kílómeter var eftir af þriðja og síðasta leggnum, frá Örfirisey yfir í Grafarvog, segist kappinn hafa farið að finna fyrir töluverðum kulda í skrokknum og höfðinu. Skynsemin hafi þá sagt honum að stoppa og hann þáði því far hjá björgunarsveitarmönnum sem fylgdu honum eftir þennan síðasta spöl. Benedikt segist þrátt fyrir þetta stefna ótrauður á Ermasundið í lok ágúst, og þeir sem vilja heita á hann geta hringt í síma 562 3500. Fréttir Innlent Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Sjá meira
Sjósundkappinn Benedikt Lafleur varð í gær fyrsti maðurinn í um hálfa öld til að reyna að synda í kringum Reykjavík. Sundið var liður í undirbúningi kappans fyrir sund yfir Ermasundið eftir rúman mánuð. Benedikt, sem að sögn kunnugra er einn öflugasti sjósundkappi landsins, hefur undirbúið sig að kappi fyrir Ermasundið undanfarna mánuði. Með tiltækinu vill hann vekja athygli almennings á gildi sjósunds fyrir líkama og sál, en um leið er því ætlað að vekja fólk til vitundar um skuggahliðar nútímans, sem að sögn Bendikts birtist okkur með áberandi hætti í formi mansals. Sundið í kringum Reykjavík var í þremur áföngum, tæplega 13,5 kílómeters vegalengd í heildina. Engum Íslendingi hefur hvorki tekist að synda yfir Ermasundið né í kringum Reykjavík, en hvort tveggja var reynt fyrir um hálfri öld. Sundið gekk ágætlega hjá Benedikt, en hann þurfti þó að stoppa hjá Gróttu. Og þegar u.þ.b. einn kílómeter var eftir af þriðja og síðasta leggnum, frá Örfirisey yfir í Grafarvog, segist kappinn hafa farið að finna fyrir töluverðum kulda í skrokknum og höfðinu. Skynsemin hafi þá sagt honum að stoppa og hann þáði því far hjá björgunarsveitarmönnum sem fylgdu honum eftir þennan síðasta spöl. Benedikt segist þrátt fyrir þetta stefna ótrauður á Ermasundið í lok ágúst, og þeir sem vilja heita á hann geta hringt í síma 562 3500.
Fréttir Innlent Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Sjá meira