Innlent

Mótmæli hafin á ný í Snæfelli

tjaldbúðirnar Lögregla ætlar að hafa eftirlit með virkjanasvæðinu ef eitthvað kemur upp á.
tjaldbúðirnar Lögregla ætlar að hafa eftirlit með virkjanasvæðinu ef eitthvað kemur upp á.

Hátt í tvö hundruð manns eru nú komnir í mótmælabúðir Íslandsvina undir Snæfelli, sem settar voru upp á föstudag. Hópurinn kom til landsins í fyrra til að halda uppi mótmælum gegn Kárahnjúkavirkjun og verður það sama uppi á teningnum í ár.

Helmingur þeirra sem dvelja í búðunum er útlendingar en á meðal þeirra eru einstaklingar sem handteknir voru af lögreglunni í fyrra fyrir skemmdir á virkjanasvæðinu.

Lögregla á svæðinu verður ekki með neina sérstaka vakt við Snæfell en eftirlit verður haft með virkjanasvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×