Innlent

Segir samkomulag brotið

Neyðarlínan Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir ekki rétt að samkomulag hafi verið brotið, þetta séu tvö óskyld mál.
Neyðarlínan Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir ekki rétt að samkomulag hafi verið brotið, þetta séu tvö óskyld mál.

Róbert Bragason, stjórnar­formaður Atlassíma, segir að þegar Neyðarlínan, ásamt Ríkislögreglustjóra, kærði bráðabirgðaákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar, sem skyldaði Símann til að flytja símanúmer í almennri talþjónustu yfir í netsímaþjónustu til Atlassíma, hafi samkomulag milli Atlassíma og Neyðarlínunnar verið brotið.

Samkomulagið var gert í nóvember 2005, þar sem Atlassími bauðst til þess að miðla staðsetningarupplýsingum um viðskiptavini netsímaþjónustu sinnar til Neyðarlínunnar. Undir samkomulagið skrifaði framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, Þórhallur Ólafsson.

„Það kemur mjög flatt upp á mig að þeir kæri þegar þetta samkomulag liggur fyrir. Það segir mér hugur að lögfræðingar Neyðar­línunnar hafi ekki vitað af samkomulaginu þegar kæran var lögð fram,“ segir Róbert.

Þórhallur Ólafsson segir ekki rétt að samkomulag hafi verið brotið þegar kæran var lögð fram. „Þetta eru tvö óskyld mál að því leyti að annað varðar flökkunúmer en hitt föst númer. Við erum bara að vekja athygli á því að það þarf að setja reglur varðandi staðsetningu símtala í netþjónustu.“ -




Fleiri fréttir

Sjá meira


×