Viðskipti innlent

Bankarnir á lista 50 stærstu

Þrjú fyrirtæki Kauphallarinnar rata inn á lista yfir fimmtíu stærstu félög innan OMX, Kaupþing banki í 22. sæti, Glitnir banki í 47. sæti og Landsbanki Íslands í 48. sæti.

Svíar eiga langflest fyrirtæki af fimmtíu stærstu, eða 25 stykki. Þar á eftir koma Finnar og Danir með ellefu fyrirtæki hvort land og svo Íslendingar með sín þrjú.

Þá er ekki langt í að tvö næstu íslensku fyrirtækin í stærðarröðinni á eftir bönkunum, Exista og Actavis, nái inn á listann. Markaðsvirði þeirra er nú um 255 og 226 milljarðar króna. Finnska fyrirtækið Kesko sem er í 50. sæti á listanum er 279 milljarða króna virði. Efst á listanum trónir hins vegar Nokia sem er ríflega 5.600 milljarða króna virði.

Sjá úttekt í Markaðnum í Fréttablaðinu í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×