Fótbolti

Mark Crouch var stórkostlegt

Það er sérstakt sjónarspil að sjá tveggja metra langan slána skora með hjólhestaspyrnu, en ekki er hægt að segja annað en að Crouch hafi látið það líta út fyrir að vera auðvelt í kvöld
Það er sérstakt sjónarspil að sjá tveggja metra langan slána skora með hjólhestaspyrnu, en ekki er hægt að segja annað en að Crouch hafi látið það líta út fyrir að vera auðvelt í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Rafa Benitez var ánægður með leik sinna manna í Liverpool í 3-2 sigrinum á Galatasaray í kvöld, þrátt fyrir að gestirnir frá Tyrklandi hafi gert sig líklega til að jafna leikinn eftir að hafa lent undir 3-0. Benitez sá ástæðu til að hrósa hinum leggjalanga Peter Crouch fyrir tilburði sína á vellinum, enda skoraði sá eftirminnilegt mark með hjólhestaspyrnu fyrir framan Kop stúkuna frægu.

"Crouch skoraði ótrúlegt mark og sýndi með frammistöðu sinni hvað hann er góður leikmaður. Síðara mark hans var mjög mikilvægt fyrir okkur, en ég verð að segja að þetta var furðulegur leikur. Ég setti Momo Sissoko inná til að reyna að ná tökum á miðjuspilinu, en ég var farinn að hafa áhyggjur í restina því við náðum aldrei að hemja þá. Annars er það sigurinn sem skiptir mestu máli og við erum enn á góðri leið með að ná því takmarki að klára heimaleikina okkar í keppninni sem á að fara langt með að koma okkur áfram," sagði Benitez í samtali við sjónvarpsstöð enska félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×