Viðskipti erlent

Lufthansa kaupir ekki í SAS

Thomas Jachnow, talsmaður þýska flugfélagsins Lufthansa, og talsmaður SAS í Svíþjóð, vísuðu báðir þeim orðrómi á bug í byrjun vikunnar að Lufthansa ætlaði að kaupa allt að helmingshlut í norræna flugfélaginu og hugsanlega gera yfirtökutilboð í það.

Jachnow sagði í samtali við danska dagblaðið Börsen þetta vera vangaveltur hjá blaðamanni norska viðskiptablaðinu Finansavisen. Blaðið sagði í síðustu viku að Wolfgang Mayrhuber, forstjóri Lufthansa, hefði staðfest í samtali við blaðið að félagið hefði hug á að kaupa allt að helming hlutafjár í SAS. Varð þetta til þess að gengi hlutabréfa í SAS hækkaði nokkuð á mörkuðum á Norðurlöndunum.

Jachnow sagði hins vegar blaðamann Finansavisen fara villu vegar því hann hefði spurt Mayrhuber hvort Lufthansa hefði í hyggju að gera yfirtökutilboð í SASA en Mayrhuber hefði neitað að tjá sig um málið.

Jachnow vildi þrátt fyrir þetta ekki segja til um það við Börsen hvort einhver sannleikskorn lægju til grundvallar orðróminum eður ei.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×