Innlent

Kærir lausagöngu fola í Laxárdal

Frá Blönduósi.
Frá Blönduósi.

Bæjarstjórn Blönduóss hefur kært lausagöngu þriggja vetra graðfola, vegna ósæmilegs framferðis hans, þegar hann gekk laus í merastóði í Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu í allt sumar.

Upp komst um kauða þegar verið var að smala hrossastóði í Skrapatungurétt nýverið því þar var hann í miðjum hópi mera og folalda. Samkvæmt búfjárlögum er lausaganga svonefnds graðpenings stranglega bönnuð.

Fréttablaðið greinir frá því að folinn þyki stór og þroskalegur og því til alls líklegur, í óþökk bænda sem eiga hryssurnar á afréttinum. Bændur, sem eru að rækta upp hrossakyn munu þurfa að láta ómskoða hryssur sínar og jafnvel eyða fyli eða fóstri eins og það heitir á máli mannanna með ærnum tilkostnaði. Enginn vill hins vegar kannast við að eiga folann og er því vandséð hvernig sækja megi einhvern til saka nema folann sjálfan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×