Skráningarnúmer voru klippt af tíu ökutækjum í borginni í gær sökum þess að eigendur þeirra höfðu ekki staðið skil á vátryggingu. Fram kemur á vef lögreglunna að á síðustu vikum og mánuðum hafi lögreglan klippt skrásetningarnúmer af ógrynni ökutækja og er það ýmist vegna þess að þau eru óskoðuð eða ótryggð. Lögreglan mun halda eftirlitinu áfram og hvetur því ökumenn til að passa upp á þetta.
Jafnframt hugar lögreglan að ljósabúnaði ökutækja en það er afar mikilvægt að hann sé í góðu lagi. Nú sé skammdegið skollið á og því sé birtan ekki jafn lengi til staðar og var í sumar. Lögreglan biður því ökumenn að ganga úr skugga um að ljósin séu í fullkomnu lagi.
Innlent