Viðskipti innlent

Sameiningin í hnotskurn

Í kjölfar fyrirhugaðra kaupa á Eignarhaldsfélaginu Verðbréfaþingi verður OMX móðurfélag samstæðunnar.

OMX er þegar skráð félag í kauphöllunum í Stokkhólmi, Helsinki og Kaupmannahöfn og þegar gengið hefur verið frá kaupunum hyggst félagið sækja um skráningu í Kauphöll Íslands.

Eftir kaupin lúta Kauphöll Íslands og Verðbréfaskráning Íslands eftir sem áður íslenskum lögum og eftirliti íslenskra yfirvalda.

Kauphöll Íslands verður markaðssett undir merkjum OMX.

Stjórn OMX kauphallanna samanstendur af framkvæmdastjórum innan OMX og utanaðkomandi stjórnarmönnum sem eru fulltrúar lykilhluthafa. Stjórnin mun hafa einn utanaðkomandi stjórnar­mann sem er fulltrúi íslenska markaðarins. Eignarhaldsfélagið Verðbréfaþing ætlar að skipa ráðgjafanefnd með núverandi stjórnarmönnum Eignarhaldsfélagsins sem á að veita ráðgjöf um skipan íslensks stjórnarmanns í stjórn OMX kauphallanna. Þá er sú nefnd sögð reiðubúin til ráðgjafar um önnur mikilvæg málefni fyrir íslenskan markað.

Lenner & Partners eru fjárhagslegir ráðgjafar við kaupin og Vinge lögfræðilegur ráðgjafi OMX. JPMorgan er svo fjárhagslegur ráðgjafi Eignarhaldsfélagsins Verðbréfaþings og Logos lögmannsþjónusta lögfræðilegur ráðgjafi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×