Innlent

Ármann í framboð í Suðvesturkjördæmi

Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum.

Ármann, sem er stjórnmálafræðingur að mennt, hefur tekið þátt í stjórnmálum um alllangt skeið. Hann hefur verið bæjarfulltrúi í Kópavogi frá 1998 og þá var aðstoðarmaður Árna Mathiesens í embætti sjávarútvegsráðherra og fjármálaráðherra í mörg ár en hætti því nýverið. Áður hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra boðið sig fram í forystusætið í kjördæminu og Bjarni Benediktsson í annað sætið en þær Ragnheiður Elín Árnadóttir og Bryndís Haraldsdóttir sækjast báðar eftir fjórða sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×