Línur skerpast í staðlastríðinu 27. september 2006 00:01 HD dvd og blu-ray diskar Næsta kynslóð mynddiska fyrir kvikmyndir með hárri upplausn rúma mikið gagnamagn. Tæknifyrirtækin berjast um það hvaða tækni verði á endanum ráðandi. Markaðurinn/AP Sérfræðingar hjá bandaríska kvikmyndarisanum Warner Brothers hafa hannað mynddisk sem getur geymt myndir jafnt á DVD, HD-DVD og Blu-Ray sniði. Þeir sem muna eftir staðlastríðinu á myndbandamarkaðnum þegar barist var um hvort VHS tækni eða Beta yrði ráðandi á áttunda áratug síðustu aldar og vilja uppfæra tækjabúnaðinn geta væntanlega hætt að rífa í hár sitt yfir nýju tækninni því líklegt þykir að nýi diskurinn geti sætt stríðandi aðila á tæknimarkaðnum og komið í veg fyrir að önnur hvor tæknin verði undir í baráttunni. Á þessum nýja diski verða mismunandi lög fyrir staðlana tvo: eitt fyrir hefðbundinn DVD staðal en hin tvö fyrir HD DVD og Blu-ray staðla. Staðlarnir rúma mismikið gagnamagn en þeir tveir síðastnefndu geta geymt tæplega 10 sinnum meira magn en hefðbundnir DVD-diskar og þykja henta vel fyrir kvikmyndir á hárri upplausn. Diskar á HD DVD staðli geta rúmað allt að 15 gígabæti af gögnum en Blu-Ray 25 gígabæti. Til samanburðar getur hefðbundinn DVD diskur einungis rúmað 4,7 gígabæti af gögnum. Kvikmyndafyrirtæki í Bandaríkjunum skiptast í tvær fylkingar varðandi tæknina. Flest þeirra styðja Blu-Ray tæknina enda getur hún geymt fleiri gögn. Af þessum sökum hafa einungis þrjú kvikmyndafyrirtæki ákveðið að gefa út mynddiska á HD DVD sniði. Og til að gera málið enn snúnara þá ætlar Microsoft að hafa spilara sem styðja HD DVD tæknina í næstu kynslóð leikjatölva en Sony Blu-Ray. Þetta hefur ekki hjálpað tæknisjúkum leikjatölvunörðum, sem vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga þegar kemur að vangaveltum um kaup á næstu leikjatölvu. Warner Brothers hefur hins vegar sagt sig úr staðlakeppninni og ætlar að setja fyrsta diskinn af þessari gerð á markað síðar í þessum mánuði. Viðskipti Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Sérfræðingar hjá bandaríska kvikmyndarisanum Warner Brothers hafa hannað mynddisk sem getur geymt myndir jafnt á DVD, HD-DVD og Blu-Ray sniði. Þeir sem muna eftir staðlastríðinu á myndbandamarkaðnum þegar barist var um hvort VHS tækni eða Beta yrði ráðandi á áttunda áratug síðustu aldar og vilja uppfæra tækjabúnaðinn geta væntanlega hætt að rífa í hár sitt yfir nýju tækninni því líklegt þykir að nýi diskurinn geti sætt stríðandi aðila á tæknimarkaðnum og komið í veg fyrir að önnur hvor tæknin verði undir í baráttunni. Á þessum nýja diski verða mismunandi lög fyrir staðlana tvo: eitt fyrir hefðbundinn DVD staðal en hin tvö fyrir HD DVD og Blu-ray staðla. Staðlarnir rúma mismikið gagnamagn en þeir tveir síðastnefndu geta geymt tæplega 10 sinnum meira magn en hefðbundnir DVD-diskar og þykja henta vel fyrir kvikmyndir á hárri upplausn. Diskar á HD DVD staðli geta rúmað allt að 15 gígabæti af gögnum en Blu-Ray 25 gígabæti. Til samanburðar getur hefðbundinn DVD diskur einungis rúmað 4,7 gígabæti af gögnum. Kvikmyndafyrirtæki í Bandaríkjunum skiptast í tvær fylkingar varðandi tæknina. Flest þeirra styðja Blu-Ray tæknina enda getur hún geymt fleiri gögn. Af þessum sökum hafa einungis þrjú kvikmyndafyrirtæki ákveðið að gefa út mynddiska á HD DVD sniði. Og til að gera málið enn snúnara þá ætlar Microsoft að hafa spilara sem styðja HD DVD tæknina í næstu kynslóð leikjatölva en Sony Blu-Ray. Þetta hefur ekki hjálpað tæknisjúkum leikjatölvunörðum, sem vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga þegar kemur að vangaveltum um kaup á næstu leikjatölvu. Warner Brothers hefur hins vegar sagt sig úr staðlakeppninni og ætlar að setja fyrsta diskinn af þessari gerð á markað síðar í þessum mánuði.
Viðskipti Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira