Innlent

Verðbólguskeið framundan á Íslandi?

MYND/Hari

Formaður Samfylkingarinnar segir að framundan sé verðbólguskeið á Íslandi sem muni standa lengi. Ríkisstjórnin virðist hins vegar ekki ætla að takast á við þá vandasömu hagstjórn sem framundan sé.

Flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar fór fram á Nordica-hótelinu í dag. Þar voru meðal annars kynntar helstu áherslur flokksins í sveitarstjórnarkosningunum sem framundan eru og farið almennt yfir stöðuna, bæði í sveitarstjórnar- og landsmálunum.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, flutti að því loknu ræðu þar sem efnahagsmál skipuðu nokkuð stóran sess. Ýmsir sérfræðingar á fjármálasviðinu hafa á undanförnum vikum og mánuðum spáð verðbólguskoti hér á landi í nánustu framtíð, en Ingibjörg er ekki sammála því. Hún segir nær að tala um „skeið" en ekki „skot", sem vara muni í talsvert langan tíma, og ekki þurfi annað en að horfa til framrtíðarspár Seðlabankans í þessu sambandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×