Eiríkur Tómasson hafði milligöngu um myndun stjórnar árið 1995 31. desember 2006 14:53 MYND/Stefán Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og verðandi framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, segist hafa miklar efasemdir um það að Íslendingar geti rekið íslensku krónuna til langrar framtíðar. Þetta kom fram í hádegisviðtalinu við hann á Stöð 2 í dag. Þar sagði Halldór enn fremur að Eiríkur Tómasson hefði haft milligöngu um það að hann og Davíð Oddsson fóru að ræða myndun ríkisstjórnar árið 1995 en samstarf Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hefur staðið æ síðan. Halldór heldur utan til Kaupmannahafnar nú eftir helgi til að taka við starfi framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar og sagðist í dag hlakka mikið til að takast á við starfið. Hann hefði alla tíð haft mikinnn áhuga á samstarfi norrænu ríkjanna og að hans mati myndi það styrkja norrænt samstarf ef öll norrænu ríkin væru innan ESB. Halldór hefur lengi verið talsmaður Evrópusambandsaðilar og hann sagðist í dag standa við þá spá sína að Íslendingar yrðu orðnir aðilar að ESB fyrir árið 2015. „Það sem skiptir okkur mestu máli núna að mínu mati og í framtíðinni, það er það hvernig við getum haldið sjálfstæðum gjaldmiðli í þessari miklu alþjóðavæðingu og frelsi í peningamálum. Er það líklegt að við getum rekið íslensku krónuna til langrar framtíðar? Ég hef miklar efasemdir um það og ég tel að spurningin um aðild að Evrópusambandinu snúist ekki sís um þetta mál og það verður ekki hjá því komist að gera það upp. Það liggur hins vegar engin ósköp á," sagði Halldór. Halldór og Davíð Oddsson mynduðu ríkisstjórn á vordögum 1995 eftir að upp úr slitnaði í samstarfi Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Um aðdraganda þeirrar ákvörðunar segir Halldór að sameiginlegur vinur þeirra, Eiríkur Tómasson lagaprófessor, hafi haft milligöngu um viðræður þeirra. „Við hittumst á Þingvöllum að ég held um páska, ef ég man rétt, og áttum þar góða stund og lögðum þar grunninn að þessu farsæla samstarfi sem varð síðan á milli flokkanna og stendur enn," sagði Halldór. Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og verðandi framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, segist hafa miklar efasemdir um það að Íslendingar geti rekið íslensku krónuna til langrar framtíðar. Þetta kom fram í hádegisviðtalinu við hann á Stöð 2 í dag. Þar sagði Halldór enn fremur að Eiríkur Tómasson hefði haft milligöngu um það að hann og Davíð Oddsson fóru að ræða myndun ríkisstjórnar árið 1995 en samstarf Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hefur staðið æ síðan. Halldór heldur utan til Kaupmannahafnar nú eftir helgi til að taka við starfi framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar og sagðist í dag hlakka mikið til að takast á við starfið. Hann hefði alla tíð haft mikinnn áhuga á samstarfi norrænu ríkjanna og að hans mati myndi það styrkja norrænt samstarf ef öll norrænu ríkin væru innan ESB. Halldór hefur lengi verið talsmaður Evrópusambandsaðilar og hann sagðist í dag standa við þá spá sína að Íslendingar yrðu orðnir aðilar að ESB fyrir árið 2015. „Það sem skiptir okkur mestu máli núna að mínu mati og í framtíðinni, það er það hvernig við getum haldið sjálfstæðum gjaldmiðli í þessari miklu alþjóðavæðingu og frelsi í peningamálum. Er það líklegt að við getum rekið íslensku krónuna til langrar framtíðar? Ég hef miklar efasemdir um það og ég tel að spurningin um aðild að Evrópusambandinu snúist ekki sís um þetta mál og það verður ekki hjá því komist að gera það upp. Það liggur hins vegar engin ósköp á," sagði Halldór. Halldór og Davíð Oddsson mynduðu ríkisstjórn á vordögum 1995 eftir að upp úr slitnaði í samstarfi Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Um aðdraganda þeirrar ákvörðunar segir Halldór að sameiginlegur vinur þeirra, Eiríkur Tómasson lagaprófessor, hafi haft milligöngu um viðræður þeirra. „Við hittumst á Þingvöllum að ég held um páska, ef ég man rétt, og áttum þar góða stund og lögðum þar grunninn að þessu farsæla samstarfi sem varð síðan á milli flokkanna og stendur enn," sagði Halldór.
Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Sjá meira