David O´Leary, knattspyrnustjóri Aston Villa, hrósaði stöðugleikanum í leik sinna manna í dag eftir að liðið sigraði West Brom 2-1 og segir að liðið hafi spýtt í lófana eftir að það tapaði fyrir Doncaster í bikarnum á dögunum.
"Við höfum ekki tapað nema einum leik í deildinni síðan 5. nóvember og eftir við vorum gagnrýndir harðlega eftir tapið gegn Doncaster, þykir mér liðið hafa tekið sig saman í andlitinu og spilað ágætlega, jafnvel þó mikil meiðsli hafi verið í hópnum," sagði O´Leary.